Setið fyrir svörum og kjör á trúnaðarmanni

Framsýn boðaði til fundar með starfsmönnum LNS Saga sem starfa við framkvæmdir sem tengjast vegalagningunni frá höfninni á Húsavík að iðnaðarlóðinni á Bakka. Fundurinn var vinsamlegur. Starfsmenn stéttarfélaganna gerðu starfsmönnum grein fyrir helstu reglum sem gilda um störf starfsmanna við stórframkvæmdir, þá spurðu starfsmenn LNS fulltrúa stéttarfélaganna út í nokkur atriði sem þeir vildu fræðast um. Að lokum var kjörinn öflugur trúnaðarmaður starfsmanna sem nefnist Þorri Árdal Birgisson og kemur úr Skagafirði.

lnssagabakkavegur0416 008

Formaður Framsýnar þrumaði yfir starfsmönnum á fundinum sem fór vel fram. Starfsmenn voru almennt sáttir með sína stöðu.

lnssagabakkavegur0416 002

Fundarmenn voru duglegir við að leggja fram fyrirspurnir.

lnssagabakkavegur0416 003

Fundarmenn komu frá þremur löndum, Portugal, Póllandi og Íslandi.

lnssagabakkavegur0416 010

Þráinn Ingólfsson var hugsi á fundinum enda búinn að vinna við stórframkvæmdir víða um heim og er nú kominn heim til Húsavíkur til að taka þátt í uppbyggingunni er tengist framkvæmdum á Bakka.

lnssagabakkavegur0416 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýi trúnaðarmaðurinn, Þorri Árdal, er hér ásamt Aðalsteini J. starfsmanni stéttarfélaganna eftir fundinn í dag.

Deila á