Tekin hefur verin ákvörðun um að leggja niður skattkortin í þeirri mynd sem þekkist í dag. Liður í þeirri aðgerð er rafrænt yfirlit yfir staðgreiðslu og nýttan persónuafslátt. Nálgast má þetta yfirlit á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Hafa skal í huga að engar breytingar eru gerðar á staðgreiðsluskilum, en nýtt verklag er tekið upp þegar launamaður vill breyta nýtingu persónuafsláttar eða þegar launamaður kemur nýr til starfa. Hér eftir verður það launamanns að gera grein fyrir hvort hann ætli að nýta persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu af launum. Einnig ef launamaður vill nota sér persónuafslátt maka eða nýta uppsafnaðan persónuafslátt. Nánar má lesa um rafrænan persónuafslátt hér.