Fjölmenni hefur lagt leið sína í Hvalasafnið á Húsavík í dag í tilefni af opnun nýrrar sýningar, Steypireyður-Hvalreki. Steypireyðurin sem rak á landa á Skaga er komin til Húsavíkur og hefur verið sett upp til sýningar á Hvalasafninu á Húsavík. Beinagrindin er af 25 metra langri steypireyð sem rak á land síðsumars 2010. Grindin liggur á bakinu líkt og tíðkast þegar hvalhræ reka á land á náttúrulegan hátt. Steypireyður-Hvalreki er sýning sem er lifandi og í stöðugri þróun. Árið 2017 er stefnt að því að sá hluti sýningarinnar sem snýr að sögu hvalreka við Íslandsstrendur verði lokið og tekur sýningin mið að því. Ekki er ólíklegt að beinagrindin eigi eftir að draga til sín fjölda gesta en um 26 þúsund gestir komu í safnið á síðasta ári. Sjá myndir frá opnuninni í dag.