Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir trúnaðarmannanámskeiði fyrir helgina. Mætting á námskeiðið var verulega góð en um 25 trúnaðarmenn tóku þátt í námskeiðinu. Auk þess að sitja á námskeiði áttu trúnaðarmennirnir saman góða kvöldstund þar sem farið var í golf auk þess sem menn borðuðu saman góðan kvöldverð á veitingastaðnum Sölku. Ungir trúnaðarmenn voru áberandi á námskeiðinu enda greinilega verulegur áhugi meðal ungs fólks að taka þátt í starfi Framsýnar. Sjá myndir: