Framsýn hefur gengið frá samningi við Umf. Eflingu um stuðning við rekstur félagsins sem sambærilegum hætti og aðilar gerðu með sér á síðasta ári. Þá kom Framsýn að því að kaupa keppnisbúninga fyrir félagið.
Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innann Framsýnar og Andri Hnikarr Jónsson formaður Eflingar handsala hér samninginn milli félaganna tveggja, Framsýnar og Eflingar.
Hnikar heimtaði að formaður Framsýnar færi í keppnisbúning Eflingar en Aðalsteinn þjálfaði um tíma meistaraflokk félagsins í karlaflokki í knattspyrnu um leið og þeir undirrituðu samstarfssamninginn.