Samfélag rís á Bakka

Eins og fjölmargir lesendur Heimasíðu stéttarfélaganna hafa tekið efir hefur heimasíðan fjallað töluvert um framkvæmdirnar á svæðinu er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Það á ekki að þurfa að koma á óvart enda um miklar framkvæmdir að ræða sem kalla á um 800 starfsmenn þegar mest verður. Í þessari uppbyggingu hafa stéttarfélögin veigamikið hlutverk, það er að fylgjast með framvindu verksins er varðar kjör og aðbúnað starfsmanna. Þess vegna er eftirlitshlutverk félaganna verulegt. Eftirlitsmaður stéttarfélaganna gerði sér ferð út á Bakka í gær til að kynna sér hvort málin væru í lagi með því m.a. að skoða hvort starfsmenn væru með vinnustaðaskírteini. Allt reyndist vera í lagi enda allir með ný skírteini sem mönnum ber að vera með við byggingaframkvæmdir. Sjá myndir frá heimsókninni í gær:

lnssandfell0116 006

Helgi Sveinbjörnsson og Hjörleifur Steinsson starfa á vegum Sandsfells sem eru að reisa vinnubúðirnar á Bakka.
lnssandfell0116 004

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Bakka er verið að reisa vinnubúðir fyrir um 400 starfsmenn.

lnssandfell0116 014

Gangarnir eru langir enda  um 30 herbergi í hverju húsi og húsalengjurnar verða níu.

lnssandfell0116 015
 

 

 

 

 

 

 

 

Það er ekki bara verið að reisa svefnskála heldur er einnig verið að reisa matsal fyrir um 400 manns, skrifstofur og tómstundaaðstöðu.

lnssandfell0116 012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá stærstu uppþvottavél á Íslandi sem verður í mötuneyti starfsmanna á Bakka. Eins og maðurinn sagði, það er allt stærst í Þingeyjarsýslum.

lnssandfell0116 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Sveinsson eftirlitsmaður frá verkfræðistofunni Eflu var á svæðinu að fylgjast með öryggismálum líkt og fulltrúi stéttarfélaganna.

lnssandfell0116 017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér stjórna ég! Höfðinginn Friðgeir Indriðason starfar hjá LNS Saga sem staðarstjóri á Bakka, það er yfir framkvæmdum fyrirtækisns við uppbyggingu á verksmiðjunni á Bakka.

Deila á