Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundar á morgun

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar í fundarsal félagsins miðvikudaginn 20. janúar kl. 17:30. Nokkur mál eru á dagskrá fundarins, sjá dagskrá:

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Tillaga Kjörnefndar lögð fram

4. Endurskoðun kjarasamninga

5. Stöðufundur með LNS Saga

6. Orlofsmál 2016

7. Aðalfundur DVS innan Framsýnar

8. Trúnaðarmannanámskeið

9. Fundur með verktökum á svæðinu

10. Önnur mál

a. Ályktun um kjaramál

Takið eftir, fundurinn verður kl. 17:30 þar sem orlofsnefnd félagsins þarf að funda kl. 17:00.

Deila á