Stjórn Framsýnar mun koma saman til fundar á sunnudaginn kl 17:00 til að fara yfir stöðuna í kjaramálum. Fyrir liggur að forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands eru brostnar vegna ofur hækkana sem aðrir hópar launafólks hafa fengið síðustu mánuðina. Samkvæmt kjarasamningi SGS og SA er endurskoðunar ákvæði í samningnum sem kveður á um að hægt sé að segja upp kjarasamningnum fái aðrir hópar meiri hækkanir en þeir lægst launuðu enda takist ekki að semja um leiðréttingu milli aðila áður en til uppsagnar kemur. Á fundinum á sunnudaginn mun stjórn Framsýnar taka afstöðu til málsins og hvað sé rétt að gera í stöðunni. Þá hefur stóra samninganefnd félagsins verið mötuð af upplýsingum um stöðu mála og verður stjórn félagsins innan handar varðandi endanlega ákvörðun í málinu.
Stjórn Framsýnar fundar á sunnudaginn um stöðu mála í kjaramálum. Samninganefnd félagsins verður einnig í viðbragðsstöðu.