Framkvæmastjórn Starfsgreinasambands Íslands hélt tveggja daga vinnufund á Norðurlandi, nánar tiltekið á Akureyri og Húsavík. Auk þess að funda um málefni sambandsins var farið í skoðunarferðir á vinnustaði, það er bæði á Akureyri og á Húsavíkursvæðinu. Framkvæmdastjórnarmenn voru almennt ánægðir með dvölina á „stór Húsavíkursvæðinu“ en heimsókninni lauk í gær. Alls sitja sjö í framkvæmdastjórn SGS, auk stjórnarmanna tóku starfsmenn sambandsins þátt í fundinum en þeir eru tveir.
Fundur framkvæmdastjórnar SGS fór fram í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík.
Setið og hlustað á Snæbjörn Sigurðarson frá Norðurþingi fara yfir framkvæmdirnar á Bakka.
Stefán Sigurðsson verkefnastjóri hjá LNS Saga gerði fundarmönnum grein fyrir framkvæmdum við Húsavíkurhöfn og vegtengingu frá höfninni að iðnaðarlóðunum á Bakka.
Framkvæmdastjórn SGS gerði sér ferð upp á Þeistareyki þar sem Tómas Haukur Tómarsson hjá LNS Saga tók ám móti hópnum og fór yfir framkvæmdirnar á svæðinu en fyrirtækið er með stöðvarhúsið í byggingu fyrir Landsvirkjun.