Frá ársbyrjun 2016 er útgáfu skattkorta hætt en í staðinn er notaður rafrænn persónuafsláttur. Þótt notkun skattkorta verði hætt þá kallar það ekki á neinar breytingar fyrir launamenn nema einhverjar breytingar komi til t.d. ef hefja á störf á nýjum vinnustað eða breyta nýtingu persónafsláttar með einhverjum hætti.
Launamaður upplýsir launagreiðanda sinn um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall. Auk þess þarf launamaður að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans af, ef ekki í því lægsta. Ef launamaður á uppsafnaðan persónuafslátt eða vill nýta persónuafslátt maka upplýsir hann launagreiðanda um það. Launamaður getur fengið upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is. Sé þess óskað getur launamaður sótt þangað yfirlit yfir nýttan persónuafslátt á tekjuárinu til að framvísa hjá launagreiðanda.
Myndband fyrir þá sem eru að byrja að vinna í nýrri vinnu eða nýta persónuafslátt hjá fleiri en einum launagreiðanda.
Rafræn persónuafsláttur tekur gildi frá og með síðustu áramótum.