Í dag færðu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur auk Íslandsbanka Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík veglegt spari matar- og kaffistell fyrir starfsmenn, heimilisfólk og sjúklinga sem dvelja á stofnuninni á hverjum tíma. Andvirði gjafarinnar er um kr. 270.000. Gjöfin var afhent á hjúkrunardeildinni, Skógarbrekku við hátíðlega athöfn. Jóhanna Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd HSN og þakkaði kærlega fyrir veglega gjöf. Spari matar- og kaffistell hefur ekki áður verið til á stofnunninni.
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, gerir grein fyrir gjöfinni sem kemur að góðum notum.
Gjöfinni fagnað af starfsmönnum og heimilsfólki.
Þessar mögnuðu konur voru á svæðinu, Áslaug Halldórsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir.
Kristín Thorberg fagnaði gjöfinni eins og aðrir í dag.
Starfsmenn lögðu niður vinnu meðan athöfnin fór fram. Þar á meðal Kristrún, Hafdís og Guðrún Helga.
Jóhanna þakkar fyrir gjöfina fyrir hönd HSN á Húsavík.
Forsvarsmenn HSN og stéttarfélaganna stilltu sér upp til myndatöku eftir afhendingu gjafarinnar. Athygli vakti að fjórir Mývetningar komu að afhendingunni enda topp fólk.