Fundað með PCC

Formaður Framsýnar átti óformlegan fund með fulltrúum PCC í gær, það er með Jörg Dembek og Bergi Elíasi Ágústssyni. Fundurinn var vinsamlegur en fullur vilji er til þess meðal aðila að eiga gott samstarf um uppbygginguna á Bakka þar sem fyrirtækið ætlar að reka kísilmálmversmiðju. Stefnt er að því að hefja viðræður um kaup og kjör starfsmanna í árslok 2016. Gangi allar áætlanir eftir mun verksmiðjan hefja starfsemi á seinni hluta ársins 2017.

PCC og Framsýn leggja mikið upp úr góðu samstarfi varðandi uppbygginguna á Bakka. Jörg Dembek sem heldur á hljóðnemanum fundaði með formanni Framsýnar í gær.

Deila á