Heimasíðan tekin í gegn

Stjórn Framsýnar samþykkti í fundi sínum í gær að ráðast í breytingar á heimasíðu stéttarfélaganna, það er að uppfæra hana og gera hana aðgengilegri fyrir fjölmennan hóp viðskiptavina. Heimasíðan er mikið notuð af félagsmönnum og öðrum þeim sem vilja fylgjast með öflugu starfi stéttarfélaganna á svæðinu. Arngrímur Arnarson hjá Blokkinni hefur séð um hönnunina á síðunni fram að þessu og mun sjá um breytingarnar sem eru fyrirhugaðar á síðunni á næstu vikum. Ekki er vitað hvenær ný síða verður opnuð en það mun væntanlega gerast á þorranum.

Heimasíða stéttarfélaganna verður tekin í gegn á næstu vikum og gerð aðgengilegri og betri fyrir félagsmenn og aðra viðskiptavini. Það var samþykkt á stórnarfundi Framsýnar í gær.

Deila á