Stækkun í farvatninu

Silfurstjarnan hefur lengi verið traust og öflugt fyrirtæki í Öxarfirði. Á síðustu árum hefur framleiðslan verið um þúsund tonn. Fyrirhugað er að fjölga kerum á næsta ári með það að markmiði að auka framleiðsluna umtalsvert en fyrirtækið sérhæfir sig í eldi á laxi.

Framundan er aukning á framleiðslugetu Silfurstjörnunnar. Þetta kom fram þegar fulltrúi Framsýnar heimsótti starfsmenn fyrirtækisins á fimmtudaginn.

Deila á