Einingum skipað í land

Skip halda áfram að koma til Húsavíkur með húseiningar vegna framkvæmdanna sem tengjast uppbyggingunni á Bakka. Eins og kunnugt er er risin byggð á Þeystareykjum, við Bakka og þá mun LNS reisa þriðju vinnubúðirnar við Húsavíkurhöfða sem tengjast framkvæmdum við jarðgöngin í gegnum Húsavíkurhöfða og hafnarframkvæmdum á Húsavík.

Undanfarið hefur verið unnið að því að reisa fjölmennar vinnubúðir á og við Húsavík sem tengjast framkvæmdunum á Bakka við Húsavík.

Formaður Sjómannadeildar Framsýnar var niður við höfn að taka stöðuna hjá sínum mönnum þegar sérlegur fréttastjóri heimasíðunnar var að afla frétta af uppbyggingu vinnubúða á svæðinu. Karlinn stendur vaktina allan sólarhringinn.

Deila á