Þriðja fjölmennasta félagið

Um þessar mundir stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að. Samkvæmt fyrirliggjandi kjörskrá er Framsýn þriðja fjölmennasta félagið innan Starfsgreinasambandsins er varðar fjölda þeirra sem eru á kjörskrá þeirra 15 stéttarfélaga sem aðild eiga að samningnum.Á kjörskrá hjá Framsýn eru 238 félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum á svæðinu. Aðeins stéttarfélögin AFL og Eining-Iðja eru fjölmennari.

Samkvæmt kjörskrá Starfsgreinasambandsins er varðar starfsmenn sveitarfélaga er Framsýn þriðja fjölmennasta félagið með 238 á kjörskrá. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn er í gangi og full ástæða er til að hvetja félagsmenn sem hafa kjörgengi til að greiða atkvæði um samninginn. Þessar tvær drottingar, Ósk og Guðbjörg, starfa í Stórutjarnaskóla, skyldu þær vera búnar að kjósa?

Deila á