Hátíð í bæ

Hefð er fyrir því innan stéttarfélagsins Framsýnar að halda veglega upp á síðasta fund ársins sem haldinn verður föstudaginn 4. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Til fundarins eru boðaðir fulltrúar úr stjórn, trúnaðarmannaráði, stjórnum deilda, starfsmenn félagsins og trúnaðarmenn á vinnustöðum. Tilgangur fundarins er að fara yfir starfsemi ársins auk þess að gleðjast saman yfir öflugu starfi félagsins sem án nokkurs efa er eitt það öflugasta innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

Félagsmenn Framsýnar sem hafa komið að störfum fyrir félagið á árinu ætla að hittast í byrjun desember og gleðjast yfir starfsemi félagsins. Hér má sjá Svövu Árna frá Raufarhöfn sem komið hefur að störfum fyrir félagið, frábær kona í alla staði sem hefur staðið vaktina í gegnum árin líkt og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Framsýn.

Deila á