Farið yfir málin

Kristín Njálsdóttir forstöðumaður fræðslusjóðsins Landsmenntar var á Húsavík á dögunum. Á meðfylgjandi mynd er hún að fara yfir málefni sjóðsins með stjórnarformanni sjóðsins Aðalsteini Árna Baldurssyni. Fræðslusjóðurinn er mjög öflugur og á hverju ári úthlutar sjóðurinn milljóna tugum í einstaklingsstyrki og styrki til starfsmenntunar hjá fyrirtækjum. Hægt er að fræðast nánar um starfsemi sjóðsins og styrki til einstaklinga og fyrirtækja inn á heimasíðu sjóðsins, landsmennt.is.

Kristín og Aðalsteinn fara yfir málefni Landsmenntar á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Deila á