Framsýn í samstarfi við lögregluna á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga stendur fyrir dyravarðanámskeiði um helgina. Níu væntanlegir dyraverðir taka þátt í námskeiðinu frá Húsavík, Þórshöfn og úr nærliggjandi sveitum. Á námskeiðinu er farið kjarasamningsbundinn réttindi dyravaraða, skyndihjálp, eldvarnir á veitingastöðum, lög og reglur á vínveitingastöðum, valdbeitingu og samskipti lögreglu og dyravarða. Eftir námskeiðið öðlast þátttakendur rétt til að taka að sér dyravörslu. Sjá myndir sem teknar voru í dag.