Um þessar mundir stendur yfir fiskvinnslunámskeið á vegum Ísfélags Vestmannaeyja en námskeiðið hófst í morgun með erindi frá formanni Framsýnar um réttindamál á vinnumarkaði. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir vinnuverndarmál, réttindamál á vinnumarkaði, markaðsmál, líkamsbeitingu og hreinlætismál.
Tæplega tuttugu starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn sitja þessa dagana á grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk sem stendur yfir í vikutíma. Í lok námskeiðsins munu starfsmenn útskrifast sem Sérhæfðir fiskvinnslumenn.