Vinnueftirlitið boðaði til fundar í dag með fulltrúum frá aðildarsamböndum Alþýðusambands Íslands. Tilefnið var að kynna fyrir sambandinu eftirlit, samstarf og upplýsingamiðlun milli ASÍ og VER með starfsaðstæðum erlends starfsfólks. Fundurinn var málefnalegur og fram kom sameiginlegur vilji aðila til að vinna saman að þessum mikilvægu málum.
Frá fundinum í dag. Meðal fundarmanna var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, enda hvíla þessi mál mjög mikið á félaginu um þessar mundir þar sem mikið um erlend starfsfólk á félagssvæðinu.