Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar var atvinnuleysið í október 2,6% á landsvísu. Að meðaltali voru 4.216 atvinnulausir í mánuðinum og fjölgaði aðeins milli mánaða. Á Norðurlandi eystra voru 400 manns án atvinnu sem gerir 2,4% atvinnuleysi. Í fjölda atvinnulausra eru flestir þeirra í sveitarfélaginu er nefnist Akureyrarkaupstaður eða 259 íbúar. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 64 án atvinnu sem skiptast þannig:
Norðurþing 34
Langanesbyggð 14
Skútustaðahreppur 7
Þingeyjarsveit 5
Tjörneshreppur 2
Svalbarðshreppur 2