Samningur STH samþykktur

Starfsmannafélag Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi í gærkvöldi um kjarasamning starfsmannafélaga, þar á meðal STH og ríkisins. Eftir kynningu var samningurinn tekinn í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur samhljóða og skoðast því samþykktur en hann gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og felur í sér svipaðar hækkanir og aðrir hópar launafólks hafa samið um á undanförnum vikum og mánuðum.

Nýr kjarasamningur STH og ríkisins nær til félagsmanna Starfsmannafélagsins sem starfa hjá ríkinu s.s. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hér má sjá Regínu og Guðrúnu sem báðar eru félagsmenn í STH ganga frá stofnanasamningi á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fyrir nokkrum árum en hann er hluti af gildandi kjarasamningi á hverjum tíma.

Deila á