Fulltrúar Framsýnar fóru í dag í heimsókn á Þeistareyki. Auk þess að spjalla við starfsmenn á svæðinu funduðu þeir með pólska undirverktakanum á svæðinu G&M. Það er óhætt að segja að það hafi verið kalt á svæðinu í dag og reyndar var stórhríð þegar farið var milli Húsavíkur og Þeistareykja.
Þrátt fyrir kulda og leiðinlegt veður í dag unnu menn hörðum höndum við byggingu á stöðvarhúsinu.
Horft inn um gluggann, formaður Framsýnar er hér að ræða við starfmenn í mötuneyti Landsvirkjunar.