Fulltrúi frá Framsýn fór í dag í eftirlitsferð um Bakka með fulltrúa frá PCC. Þessar vikurnar er unnið að því að gera lóðina klára undir byggingu á kísilmálmverksmiðju auk þess sem verið er að reisa þorp fyrir um 400 manns á svæðinu. Þá verður einnig komið fyrir mötuneyti og skrifstofuhúsnæði við lóðina á Bakka. Sjá myndir sem teknar voru í dag.