Unnið hefur verið að því að lagfæra bústað Framsýnar í Öxarfirði. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og fleiri lagfæringar eru til skoðunar á bústaðnum í vetur. Bústaðurinn er til leigu fyrir félagsmenn meðan veður leyfir. Staðsetning hans er í skógi og því ekki auðvelt að komast að honum í vondum veðrum.
Nýja Innréttingin fer vel í bústaðnum.
Það var fallegt vetrarveður í Dranghólaskógi í dag.