Störf í boði hjá LNS Saga

Reglulega berast fyrirspurnir til Skrifstofu stéttarfélaganna varðandi það hvort störf séu í boði er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Því er til að svara að fyrirtækin hafa verið að auglýsa eftir fólki í blöðum og á sínum heimasíðum. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að sækja um störf hjá LNS Saga sem sér að mestu um uppbygginguna á Þeistareykjum geta séð hvaða störf eru í boði með því að fara inn á slóðina https://lns-saga.rada.is/is/. Varðandi uppbygginguna á Bakka hefur Skrifstofa stéttarfélaganna ekki upplýsingar um hverjir fá það verk, það er að byggja upp verksmiðjuna. Hins vegar mun fyrirtæki tengdt LNS Saga sjá um jarðgangnagerðina í gegnum Húsavíkurhöfða.
Fyrir liggur að framkvæmdirnar sem tengjast Bakka verkefninu kalla á fjölda starfa á uppbyggingartímabilinu.
Deila á