Framsýn stóð í kvöld fyrir félagsfundi um nýgerðan kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem félagið á aðild að. Fundarmenn voru nokkuð ánægðir með samninginn en óánægja kom fram með að 300 þúsund lágmarkslaunum verði ekki náð fyrr en 1. júní 2018. Kjarasamningurinn fer í rafræna atkvæðagreiðslu á morgun, atkvæðagreiðslan stendur til og með 29. október. Skorað er á þá félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu og ekki fá kjörgögn í hendur í vikunni að hafa þegar í stað samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni greiða sameiginlega um samninginn en 1.024 eru á kjörskrá. Frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna er hægt að nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Fólk á öllum aldri var á fundinum í kvöld.
Starfsfólk sem starfar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands er hér að fara yfir samninginn.
Þórir Stefánsson sem starfar hjá Vegagerðinni var einnig á svæðinu ásamt fleirum fundarmönnum sem tóku þátt í góðum fundi.