Aðalsteinn áfram í stjórn SGS

Á þingi Starfsgreinasambands Íslands sem fram fór fyrir helgina var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar kjörinn í stjórn sambandsins. Kjörtímabil stjórnar eru tvö ár. Aðalsteinn hefur setið í stjórn sambandsins frá stofnun þess árið 2000 eða í 15 ár. Athygli vakti að forsvarsmenn Eflingar gáfu ekki kost á sér í framkvæmdastjórn sambandsins en formaður Eflingar hefur setið í stjórn sambandsins frá upphafi. Þess má geta að félagið er lang fjölmennasta félagið innan SGS. Til viðbótar má geta þess að Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hlaut ekki náð fyrir augum kjörnefndar og náði því ekki inn í framkvæmdastjórn sem aðalmaður sem er afar athyglisvert. Honum var hins vegar stillt upp í varastjórn.

Formaður Framsýnar var endurkjörinn í framkvæmdastjórn SGS á þingi sambandsins fyrir helgina.

Deila á