Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar fóru í eftirlitsferð um Þeistareykjasvæðið í gær. Framkvæmdir ganga vel og voru menn nokkuð ánægðir með gang mál og veðrið að sjálfsögðu sem hjálpað hefur verulega til í haust en menn búast við veðurbreytinum á næstunni og eru menn því að keppast við að gera sem mest áður en stöðva þarf framkvæmdir vegna veðurs og ófærðar. Sjá myndir úr heimsókninni:
Trésmiðjan Rein er með magnaða starfsmenn á svæðinu.
Framkvæmdir ganga vel og stöðvarhúsið hækkar og hækkar.
Stigamaðurinn mikli, Haraldur er án efa aðalmaðurinn á svæðinu.Starfsmenn G&M eru klárir járnamenn.
Formaður Framsýnar var á svæðinu en hann er jafnframt yfirtrúnaðarmaður starfsmanna á Þeistareykjasvæðinu.
Hús rísa og rísa á Þeistareykjum.
Ágúst Óskarsson frá stéttarfélögunum ræðir við Þórð Aðalsteins sem starfar hjá Trésmiðjunni Rein um framkvæmdirnar.
Staðan var einnig tekin á Ómari Egils sem starfar hjá verktakanum Bjössa Sig á Húsavík.
Það er mikið verk að ganga frá lögnum við stöðvarhúsið. Hér má sjá menn sem koma frá verktökum á höfuðborgarsvæðinu við frágang á lögnum.