Hafa ekki gert upp við starfsmenn

Á síðasta ári höfðaði Starfsgreinasamband Íslands fh. Framsýnar mál í Félagsdómi gegn Vísi hf. þar sem félagið taldi að fyrirtækið hefði brotið á starfsmönum við flutning á starfsemi þess frá Húsavík til Grindavíkur. Fyrirtækið ætlaði að koma sér hjá því að greiða starfsmönnum laun við þessar aðstæður, þess í stað var starfsmönnum ætlað að skrá sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun. Starfsgreinasambandið vann málið fh. Framsýnar og var fyrirtækinu gert að gera upp við starfsmenn. Framsýn hafa borist ábendingar frá starfsmönnum um að Vísir hf. hafi aldrei gert upp við starfsmenn þrátt fyrir dóminn. Framsýn hefur komið athugasemdum á framfæri við fyrirtækið og krafið það um að gera upp við starfsmenn í samræmi við niðurstöðu dómsins. Þess er nú beðið að fyrirtækið geri það í góðu samstarfi við Framsýn. 

Vísir hf. hefur ekki staðið við að greiða starfsmönnum laun í samræmi við dóm Félagsdóms í máli Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar gegn fyrirtækinu á síðasta ári. Framsýn hefur gert athugasemdir við það.

Deila á