Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hefur fengið nokkur óvenju ljót mál inn á borð til sín síðustu vikurnar þar sem brotið er mjög alvarlega á réttindum og kjörum starfsmanna. Brotin eru aðallega bundinn erlendum starfsmönnum. Skrifstofan er með nokkur mál í vinnslu og verður viðkomandi fyrirtækum gefið tækifæri á að laga brotinn þegar í stað, að öðrum kosti verða þau kærð og málin gerð opinber. Að sögn formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldursson, er með ólíkindum hvað ákveðinn fyrirtæki ganga langt í að brjóta á starfsmönnum. Hann segir það alveg ljóst að það verði ekki látið viðgangast á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Því miður gengur sumum fyrirtækjum illa að virða lög og reglur á vinnumarkaði sem er alvarlegt mál svo ekki sé meira sagt. (myndin tengist ekki þessari frétt)