Myndir úr sumarferðinni

Hér koma fleiri myndir úr sumarferð stéttarfélaganna um síðustu helgi:Daníel lætur sig ekki vanta í sumarferðir stéttarfélaganna enda um að ræða skemmtilegar ferðir á hverju ári.

Árni Kárason samdi vísu á staðnum sem hann flutti á kvöldvökunni við góðar undirtektir.

Úlfar var einnig á staðnum og tók lagið með Jónasi Kristjáns. Bara gaman og það saman.

Gengið á rjúkandi Holuhrauni.

Eysteinn opnar hliðið yfir  Kreppu.

Farið yfir málin við Þorsteinsskála í Herðubreiðalindum.

Menn fengu sér að borða.

…og fóru í gönguferðir.

Þrjár drottningar, Herðubreið, Ósk og Guðbjörg.

Bílstjórinn, Andri Rúnarsson frá Fjallasýn hugar hér að rútunni. Andri stóð sig afar vel í ferðinni en vegurinn upp að Holuhrauni er ekki sá besti í heimi.

Margir athyglisverðir staðir voru skoðaðir í ferðinni.

Elva var með áhugaverðan húslestur á kvöldvökunni.

Herra Ísland tók sig vel út í lóninu við Holuhraun. Eysteinn Heiðar Kristjánsson er flottur á þessari mynd.

Hvernig fóru menn eiginlega að því að komast yfir Jökulsána á sínum tíma?

Kiddi var í góðu sambandi á hálendinu.

Fólk á öllum aldri tók þátt í ferðinni, hér er einn ungur og hress Eggert Þórarinsson.

Sveni og Helga Þuríður skoða hér tæra lind á hálendinu.

Deila á