Frábær sumarferð

Sumarferð stéttarfélaganna að Holuhrauni var farin um helgina. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, frábær hópur, gott veður, magnaður fararstjóri og síðast en ekki síst öruggur og ljúfur bílstjóri. Þegar allt þetta fer saman geta svona ferðir ekki klikkað. Sjá myndir, fleiri myndir birtast á morgun:

Það var skemmtilegur hópur sem fór í sumarferð stéttarfélaganna í Holuhraun.

Björg var í miklu stuði eins og allir í ferðinni góðu.

Einar var líka í stuði.

…sem og Sveni Hreins.

Formaður Þingiðnar, tók myndavélina með í baðið. Góður.

Formaður og varaformaður Framsýnar tóku sig vel út í fallegu umhverfi.

Huld og Björg búa sig undir að vaða við Holuhraun til að komast í bað.

Það er sérstök upplifun að fara í bað í Holuhrauni.

Æði, það er æði að baða sig í vatninu við Holuhraun og svo er Guðbjörg að sjálfsögðu líka æði.

Kúti þetta er magnað, heiðurshjónin Rúnar og Ragnhildur nutu þess að baða sig í lóninu.

Farið fyrir hópnum. Tryggvi Finnsson var fararstjóri í ferðinni og stóð sig með miklum ágætum.

Grillmeistarinn við störf eða þannig, það logar glatt í kjötinu hjá karlinum.

Einar og Helga Þuríður  grilluðu ofan í „þúsundir“ og gerðu það vel.
Farið í gönguferð frá Þorsteinsskála í Herðubreiðalindum þar sem hópurinn gisti. Huld og Aðalbjörn taka sig vel á þessari mynd.
Bensínstöðin í Möðrudal er sérstök og umhverfisvæn.

Deila á