Svo orti Friðrik

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna leggur mikið upp úr því að þjónusta vel þá fjölmörgu starfsmenn sem þegar eru komnir vegna framkvæmdanna á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson er einn af þeim fjölmörgu starfsmönnum sem vinna á Þeistareykum og er auk þess hagyrðingur góður. Þessi skemmtilega vísa datt upp úr honum þegar formaður Framsýnar var að fara yfir málefni starfsmanna í mötuneyti LNS Saga en flestir starfsmenn í mötuneytinu eru konur.

„Hefðarfrúrnar heilla kann
á herðar, brjóst og kinnar
konum öllum klappar hann
í krafti stöðu sinnar „

Deila á