Góður fundur með pólskum starfsmönnum

Pólskir starfsmenn sem starfa á Þeistareykjum fjölmenntu á fund sem Framsýn stóð fyrir í gær á Þeistareykjum. Markmið fundarins var að fara yfir þeirra kjör og athuga hvort þau væru í lagi og kynna jafnframt starfsemi stéttarfélaga sem tengjast verkefninu.Formaður Framsýnar auk Halldórs Oddssonar lögfræðings ASÍ gerðu starfsmönnum pólska verktakafyrirtækisins grein fyrir helstu atriðum kjarasamninga. Starfsmennirnir vinna við uppbyggingu á stöðvarhúsinu.

Tæplega 50 pólskir starfsmenn tóku þátt í fundinum.

Starfsmenn fengu mikið af upplýsingum frá Framsýn í gær.

Aðalsteinn og Halldór fara yfir málin á fundinum með aðstoð frá túlki.

Starfsmennirnir lögðu niður vinnu í gær meðan fundurinn fór fram á vegum stéttarfélaganna.

Formaður Framsýnar og lögfræðingur ASÍ notuðu tækifærið og  fóru um svæðið og skoðuðu aðstæður í góða veðrinu í gær.

Deila á