Fjáreigendafélag Húsavíkur í samstarfi við karlakórinn Hreim, handverkshúsið Kaðlín, Norðlenska og Markaðsráð kindakjöts stóðu fyrir einstakalega skemmtilegir kvöldstund í Skansinum við Hvalasafnið í gær. Mikið fjölmenni var á staðnum og skemmtu allir sér afar vel. Hrúturinn Valur sem er í eigu frístundabóndans Friðriks Jónassonar og fjölskyldu sigraði hrútakeppnina . Annar varð hrúturinn Daði sem er í eigu Grobbholtsbænda. Yfirdómari var Gunna Dís bæjarstjórafrú. Sjá myndir: