Kjarasamningur samþykktur á Þórshöfn

Félagar í Verkalýðsfélagi Þórshafnar samþykktu í atkvæðagreiðslu kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar.

Niðurstaðan er þessi: 74,07% félagsmanna samþykktu kjarasamning SGS og SA og 86,7% samþykktu kjarasamning LÍV og SA.

Félagar í VÞ samþykktu nýgerða kjarasamninga. Niðurstaðan var kunngerð í gær.

Deila á