Verslun- og þjónusta á Kópaskeri

Það er alltaf notalegt að koma inn í verslunina Skerjakolluna á Kópaskeri. Skerjakollan er í raun lítil Smáralind, þar er m.a. marvöruverslun, kaffihús, veitingasala og vínbúð. Nýlega var þjónustan aukin við viðskiptavini og nú er hægt að kaupa pitsur á staðnum. Það má því með sanni segja að uppgangur sé í verslunar- og þjónusturekstri á Kópaskeri sem er hið besta mál að sjálfsögðu.

Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson hafa verið að gera góða hluti í verslunarrekstri á Kópaskeri. Full ástæða er til þess að koma við hjá þeim þegar menn eiga leið um Kópasker.

Deila á