Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar næsta fimmtudag kl. 20:00 til að fara yfir nýgerða kjarasamninga. Til viðbótar verður stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar sem og trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum þar sem kjarasamningurinn gildir boðið að sitja fundinn. Mánudaginn 8. maí verður síðan félagsfundur kl. 20:00 þar sem kjarasamningurinn verður til kynningar fyrir almenna félagsmenn.
Stjórn Framsýnar, trúnaðarmannaráð, trúnaðarmenn félagsins og Deild verslunar- og skrifstofufólks munu koma saman til sameiginlegs fundar næsta fimmtudag kl. 20:00.