GPG- Fiskverkun greiðir mest til Framsýnar

Á aðalfundi Framsýnar kom fram að GPG-Fiskverkun greiddi mest allra sveitarfélaga/stofnana og fyrirtækja í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,9 milljónir á árinu 2014. Þar á eftir kemur sveitarfélagið Norðurþing með 9 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og iðgjöld fyrirtækja/sveitarfélaga/stofnana í sjóði Framsýnar.

Röð launagreiðenda eftir greiðslum til Framsýnar:

GPG Seafood ehf.
Norðurþing
Norðlenska matborðið ehf.
Brim hf.
Ríkissjóður Íslands
Þingeyjarsveit
Hvammur, heimili aldraðra

GPG-Fiskverkun greiddi mest allra launagreiðenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,9 milljónir á árinu 2014.

Deila á