Framsýn boðar til útifundar á Raufarhöfn

Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir útifundi á Raufarhöfn föstudaginn 5. júní við Kaffi Ljósfang, það er daginn fyrir Sjómannadaginn. Fundurinn verður haldinn í samstarfi við Kaffi Ljósfang. Gestum verður boðið upp á kaffi og tertur auk þess sem þeim býðst að tala við forystumenn Framsýnar sem verða á staðnum. Um er að ræða árvissan viðburð sem notið hefur mikilla vinsælda meðal heimamanna á Raufarhöfn.

Fram að þessu hefur veðrið ekki klikkað þegar Framsýn hefur staðið fyrir kaffiboði á Raufarhöfn daginn fyrir Sjómannadaginn. Veðrið klikkar örugglega ekki í ár.

Deila á