Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er mikil talsmaður þess að lægstu launin í landinu hækki ekki og hefur varað við óðaverðbólgu komi til þess að þau verði hækkuð frá því sem nú er. Hann og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans töluðu fyrir því á fundi í vikunni að ef atvinnurekendur yrðu við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um 35.000 króna hækkun á mánuði kæmi það sér afar illa fyrir verkafólk auk þess sem hætta væri á að það missti vinunna. Hækkanirnar væru langt umfram framleiðnivöxt. Það eru miklir og ábyrgir menn sem ráða í Seðlabankanum.
Seðlabankinn varar reglulega við því að lægstu launin í landinu hækki, það kalli á óðaverðbólgu.