Framsýn eflir Vinnudeilusjóð félagsins- reikna með hörðum deilum

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að leggja eftirfarandi tillögu fyrir aðalfund félagsins næstkomandi þriðjudag sem byggir á því að efla Vinnudeilusjóðs félagsins enn frekar þar sem reiknað er með hörðum deilum á vinnumarkaði á árinu.

Heimild til að efla Vinnudeilusjóð félagsins

„Samkvæmt 3. grein reglugerðar fyrir Vinnudeilusjóð Framsýnar, stéttarfélags um tekjur sjóðsins heimilar aðalfundurinn stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins að færa allt að kr. 100.000.000 úr Félagssjóði í Vinnudeilusjóð verði þörf á því í yfirstandandi kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins og aðra þá samningsaðila sem Framsýn er með kjarasamninga við.“

Þessi tillaga verður tekin til afgreiðslu á aðalfundi Framsýnar þriðjudaginn 19. maí. Fyrir er um 160 milljónir í sjóðnum.

Deila á