Framsýn hefur borist beiðni frá Ungmannafélaginu Eflingu í Reykjadal um samstarfssamning sem byggir á því að Framsýn komi að því að kaupa keppnisbúninga á iðkendur félagsins ásamt tveimur fyrirtækjum og Sparisjóði Suður-Þingeyinga en mikill áhugi er innan stjórnar Eflingar að efla félagið til góðra verka á komandi árum. Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í síðustu viku var samþykkt að styrkja Eflingu um kr. 100.000 til búningakaupa.
Framsýn hefur komið að því að styrkja íþróttafélög á félagssvæðinu með það að markmiði að taka þátt í uppbyggingu félaganna til góðra verka í heimi íþróttanna.