Þúsundir skoða heimasíðu stéttarfélaganna

Greinilegt er að heimasíða stéttarfélaganna er vinsæl þessa dagana þegar allt er í uppnámi í þjóðfélaginu þar sem kjarasamningar eru lausir og allt logar í verkföllum. Samkvæmt talningu hafa 3.462 einstaklingar verið að fara inn á síðuna sé tekið mið af tölum í vikunni. Af þeim eru 48,7% sem fara reglulega inn á síðuna og 51,3% sem voru að heimsækja hana í fyrsta skiptið. Fyrir liggur að það er mjög mikilvægt fyrir stéttarfélög að halda úti virki heimasíðu. Gott dæmi um það er heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Þúsundir heimsækja heimasíðu stéttarfélaganna reglulega sem er virkasta heimasíða aðildarfélags Alþýðusambands Íslands.

Deila á