Samningum fagnað með vöfflukaffi

Í tilefni af því að Framsýn hefur gengið frá 23 kjarasamningum við atvinnurekendur á félagssvæðinu verður öllum sem leið eiga um Skrifstofu stéttarfélaganna miðvikudaginn, 13. maí, boðið upp á bestu vöfflur í heimi með rjóma og sultu. Ekki er ólíklegt að undirskriftum fjölgi þar sem Framsýn á í viðræðum við tvö fyrirtæki um helgina um nýja kjarasamninga. Þá eru fleiri fyrirtæki búin að hafa samband og kynna sér kröfur Framsýnar. Samningum á því bara eftir að fjölga.

Gestir og gangandi sem eiga leið um Skrifstofu stéttarfélaganna á miðvikudaginn verður boðið upp á vöfflur og meðlæti. Hefð er fyrir því að þegar skrifað er undir kjarasamninga í húsnæði Ríkissáttasemjara að þá sé boðið upp á vöfflur með rjóma. Það er því vel við hæfi að bjóða félagsmönnum Framsýnar upp á vöfflukaffi í tilefni að því að félagið hefur skrifað undir kjarasamninga sem færir verkafólki einar mestu kjarabætur sem það hefur fengið í sögunni. Sem dæmi má nefna að fólk fær 35.000 hækkun við undirskrift en fékk í síðustu kjarasamningum kr. 8.000,-. Sumir fengu til viðbótar láglaunauppbót upp á 1750. Eins og sjá má á þessum tölum er um verulegar launahækkanir að ræða, það er að verkafólk fái kr. 35.000 í launahækkun.

Deila á