Félagsmenn í aðildarfélögum LÍV, þar sem taldir félagsmenn í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, hafa verið samningslausir í tvo mánuði. Þar sem ekki náðist sátt við atvinnurekendur um grundvöll nýs kjarasamnings vísuðu stéttarfélögin deilum sínum til ríkissáttasemjara þann 17. apríl sl. Þrátt fyrir milligöngu hafa reyndust viðræður árangurslausar og var þeim öllum slitið í lok apríl.
Á grundvelli 15. gr. laga nr. 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.
Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. – 19. maí nk. og verður með rafrænum hætti.
Allir kosningabærir félagsmenn fá send kjörgögn í pósti á næstu dögum. Ef þú hefur EKKI fengið send kjörgögn eða hefur ekki aðgang að rafrænum atkvæðaseðli þegar atkvæðagreiðslan er hafin, bendum við þér á að hafa samband við skrifstofu Framsýnar í síma 464-6600 eða á netfangið nina@framsyn.is
Verði aðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslunni kemur til verkfalla með þeim hætti að dagana 28. maí til og með 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði LÍV, VR og aðildarfélaga Flóans. Frá og með 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.
Hvenær ? Hvar ?
28. maí og 29. maí Hópbifreiðafyrirtæki frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí
30. maí og 31. Maí Hótel, gististaðir og baðstaðir frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. Maí
31. maí og 1. Júní Flugafgreiðsla frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. Júní
2. júní og 3. Júní Skipafélög og matvöruverslanir frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. Júní
4. júní og 5. Júní Olíufélög frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní
Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 þann 6. júní 2015
Atkvæðagreiðsla hefst kl. 9:00 þriðjudaginn 12. maí og lýkur kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 19. maí.