Um 700 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum á Húsavík sem fóru vel fram í góðu veðri. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði auk þess sem tvær kröftugar ræður voru fluttar á fundinum sem vöktu mikla athygli. Samstaðan var algjör og sá fólk ástæðu til að rísa úr sætum þegar formaður Framsýnar lauk ræðu sinni og skoraði á fólk að fylgja eftir kröfunni um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Sjá myndir frá glæsilegri hátíð stéttarfélaganna í dag. Síðar í dag koma myndbönd inn á síðuna með ræðunum sem voru fluttar auk svipmynda frá hátíðinni.