Verkfallsverðir á vegum Framsýnar hafa verið á ferðinni í dag á félagssvæðinu en verkfall hófst á hádegi í dag. Verkfallsvaktin hefur gengið vel og nánast ekkert verið um verkfallsbrot. Því miður eru dæmi um að atvinnurekendur hafi þrýst á starfsmenn að hunsa verkfallið. Framsýn lítur það mjög alvarlegum augum enda er atvinnurekendum með öllu óheimilt að þrýsta á starfsmenn að brjóta löglega boðað verkfall. Framsýn mun ekki hika við að opinberra þau fyrirtæki sem þetta gera brjóti þeir gegn rétti starfsmanna til vinnustöðvana. Til viðbótar má geta þess að fréttamenn frá Stöð2 hafa verið á Húsavík í dag og fylgst með framvindu mála hvað varðar verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynt að Framsýn hefur gengið frá nokkrum kjarasamningum við atvinnurekendur á svæðinu, ekki síst í morgun rétt áður en verkfallið hófst. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar2 í kvöld.
Jakob Gunnar Hjaltalín formaður verkfallsnefndarinnar stendur vaktina ásamt fjölmennu liði félagsmanna Framsýnar.
Þessar konur eru klárar í slaginn, reyni menn að brjóta verkfallið.
Sverrir Einarsson stendur vaktina eins og fleiri, hér er hann á tali við annan verkfallsvörð eftir að þeir höfðu farið um Húsavík í eftirlit.
Það eru ekki bara menn heldur einnig hundar sem koma að verkfallsvörslu á svæðinu.